Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, október 23, 2005

tikl - kitl - itkl - litk - tilk - ilkt - tlik

1. Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

eiga fleiri fyndinbörn
syngja aðalhlutverk í ÍÓ
flytja til útlanda og syngja þar
lifa af söng eingöngu á einhverjum tímapunkti (mínus kennslu)
klára að starta nýja saumóinum og halda honum gangandi fram á elliár
gifta mig (vegas here we come.. eða nei, þá fæ ég engar skálar, er það nokkuð Þóra?)
fara í margskipulagða ródtrippið með Nonna sæta yfir bandaríkin í bleikum kadilakk

2. Sjö hlutir sem ég get:

sungið óguðlega vel
hrist í mér augun
verið alveg einstaklega sjarmerandi ef ég vil
farið í handahlaup
skrifað skemmtilegt blogg (þó svo ekki sé það að sjá undanfarið.. bleh)
eldað massa nöddara með bestu heimalöguðu berneis í heimi
bakkað fljótt og örugglega í stæði (betur en flestir karlmenn sem ég þekki)

3. Sjö hlutir sem ég get ekki:

arranserað nótnasafninu svo vit sé í
hlustað á strumpana
straujað skyrtur almennilega (eða nokkuð annað btw)
haldið lífi í plöntum svo vel sé
lesið vondar þýðingar úr ensku
gengið í kellingalegum fötum né með axlapúða
afskráð mig úr félagi ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir

4. Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

lykt
sjarmi
húmor
athygli
augu
traust
hæfileikar

5. Sjö frægir sem heilla:

pittarinn
depparinn
clooneyinn
conneryinn
lawarinn
Arvo Pärt
tonu kaljuste

6. Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:

kjánabangsi
krúsilíus
jáskan
viljiði gjöra svo vel að þegja
einn cappuchino, takk
langar þig í eitthvað sérstakt í matinn?
hahahatíhíhíhahaha

7. Sjö hlutir sem ég sé einmitt núna:

auglýsingaplagöt frá mér
mynd af forfeðrum jónsmíns
diplóman mín
mynd af mér og gönsó ðe greit
engil sem fyndnabarnið gerði handa mér
reikningaeyðublaðabókin mín
nótnabækur með Haugtussa og Jauchzet Gott in allen landen

nú kitla ég Nonna sæta, Stubbu, Stínu stuð, Herdísi, gönsó, Hrönnslu og Jóhönnu Ósk. Sorrí mín kæru, nenni ekki að linka ykkur. Ætla að fara að sofa.