Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Svo er útskrifast. Og hvað þá? jújú sumir fara sosum að skrifa fræðibækur eða fara beint í doktorinn (múhaha) og skrifa greinar í blöðin og setja upp memmingarvefsíður og halda uppi misskemmtilegum innhverfum bloggum með áframhaldandi spegúlasjónum, yfirleitt ennþá með kaffibollann að vopni (þó hann heiti auðvitað núna tvöfaldur sojalatte) en svona oftast er búið að drepa í sígóinu.
En meirihlutinn fer að vinna við eitthvað allt annað. Það gengur nefnilega svo helvíti illa að merkja sig í stóru númerabókinni sem bókmenntafræðing og bíða eftir að einhver hringi sem vantar greiningu á ljóðabók í hvelli. Svo fólk fer að vinna í búð eða banka, bílaþvottastöð eða pizzustað. Og endar svo auðvitað í upphafi fertugsaldursins í mba námi í viðskiptafræði eða í kvöldskóla í markaðsfræðum eða öðru hagkvæmu námi, svona innkomulega séð.

En hefðu þá vinirnir ekki bara átt að skella sér beint í peningafræðin á sínum tíma? Nei, það finnst mér alls ekki. Það er nefnilega alveg óstjórnlega gaman að pæla í kant og kynjafræði. Að lesa góðar bókmenntir og fara til Frakklands sem skiptinemi. Og það er einmitt það sem maður Á að gera þegar maður er ungur og fullur af eldmóði og langar til að bjarga heiminum. Þegar maður er kominn á fertugsaldurinn er maður nefnilega alltof þreyttur til að hugsa um þetta allt. The kids need new shoes og allt það. Rauðvín með steikinni, nýja boss skyrtu á þriggja mánaða fresti, og svo þarf að gera við handbremsuna á kagganum. Og það er líka skemmtilegt og notalegt að eiga það líf, eiga börnin sín og byggja upp heimili. En þá er ljúft til þess að hugsa að hafa þó átt sinn dýrmæta bernskutíma í háskólanum hjá díkód.. það er eiginlega lúxusinn við að búa á landi eins og þessu. Og vera fyrir vikið töluvert víðsýnni og betri þjóðfélagsþegn og uppalandi.