og mófóum.
Á leiðinni heim var svartaþoka á heiðinni og þá urðum við vitni að einhverri þeirri mestu HEIMSKU sem ég hef nokkurn tíma vitað. Skyggnið var um þrír metrar, án gríns og maður mallaði þetta svona á 60-70 km hraða. Þá kemur upp að mér hvítur bens með einhverjum krakkafávitum með þvílíka njálginn og fór bílstjórinn að sýna hvað eftir annað tilburði til að taka fram úr mér! Á móti var tvöföld akgrein í hina áttina og þar var tiltölulega stöðug umferð.. ef hann hefði horft framhjá flautinu, blikkinu og djöfulganginum sem ég viðhafði til að koma í veg fyrir sjálfsmorðstilraunina hefði hann ekki bara drepið sjálfan sig, vini sína og þá sem hann lenti á heldur líklegast mig, Árna og Þóru líka, auk þeirra sem væru á eftir báðum megin..
semsagt, Éttu Skít PX620!
Hann brunaði svo framúr um leið og færi gafst og var nú heldur betur lukkulegur með það.. alveg þangað til ég náði honum auðvitað í lestinni sem alltaf myndast þegar nær dregur borginni. Fífl.Hvað á maður að gera þegar maður verður vitni að svona hegðun? Hringja á lögregluna? Myndu þeir gera eitthvað? Spyr sá sem ekki veit. Þetta var hreinræktaður glæfraakstur og við vorum 3 í bílnum sem erum vitni, ef lesendur hafa einhverja innsýn í svona hluti endilega kvitta í þiðvitiðhvað.
Jæja, best að fara að horfa á Rome. Tveir þættir eftir og ég er auðvitað ROSA spennt hvað gerist.. HVAÐ skyldi nú verða um hann Caesar vin minn? hmmmmm... Rosa þættir maður.
<< Home