Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, febrúar 25, 2007

auminagey og elvis

Fyndna barnið þjáist af inflúensu af verstu sort og er búin að liggja heima síðan á þriðjudag. Fyndnu beinin hafa því verið í pásu og við mæðgur orðnar afskaplega innimyglaðar, sérstaklega núna eftir að ég vaknaði gersamlega þegjandi hás og stífluð í nefi svo vessarnir flæða út (þessi lýsing var í boði sveinunga). Sem er fúlt því ég ætlaði að syngja á eftir í skírninni hans elsku Kolbeins Óla en ég þarf þá bara að gaula í fermingunni í staðinn :D Ætti að vera búin að ná mér þá.

Þessi pest er búin að vera lengi á leiðinni og ég var byrjuð að finna fyrir henni á fimmtudagskvöld, en lét það þó ekki stoppa mig í að eiga stefnumót á föstudagskvöldið. Það var við Elvis, Lísu í Undralandi og Marilyn Monroe. Með öðrum orðum þá fór ég á alveg hrikalega fyndna sýningu sem heitir flagari í framsókn í óphúsinu. Við Maggí vinkona fórum og hlógum eins og fífl alla sýninguna og smituðum í kring um okkur þannig að það hafði víst aldrei verið jafn skemmtilegur salur og þar af leiðandi aldrei jafn fyndin sýning. Ætti kannski að ráða okkur sem fastar klappstýrur, maður gæti kannski nælt sér í fastráðningu við þetta ágæta hús sem ein slík ;)

Mæli semsagt með Flagaranum Elvis en ekki með inflúensu af stofni A.

Efnisorð: ,