Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

þriðjudagur, janúar 16, 2007

kinder

sáum Börn um daginn... þvílík kvikmynd!! verð nú að segja að þó Mýrin hafi verið afspyrnu vel gerð og góð svona leynilögguformúlumynd með mjög góðu handriti þá snerti Börn töluvert meira við mér og mér finnst hún nú merkilegri kvikmynd í heildina litið.

Hún átti allavega ekki skilið Edduburstið.

Vonandi verður þetta svona eins og með Hringadróttinssögu, verðlaunin koma ekki fyrr en allar (í þessu tilfelli báðar) myndirnar eru komnar. Ég allavega hlakka til Foreldra.