Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

föstudagur, desember 08, 2006

hello darlings..

jæja, ég er nú reyndar komin með tölvuna aftur fyrir viku síðan en hef ekki haft mig í bloggið, of mikið að segja eða eitthvað.

Fórum á hátíðartónleika Melabandsins í gær, það var alveg skemmtilegt. Hún er nú þokkaleisjón mikið beib hún denís og mikið afskaplega syngur hún nú fallega! Melaliðar voru reyndar frekar ósamferða, sumir kenndu dírígentinum um en aðrir söngpípunni, en þetta gerði ekkert til. Hún Denís frá Gröf var svo geggjuð að hitt féll í gleymsku um leið.

Af mér er það að frétta að ég er búin að syngja á slatta af jólatónleikum og svona eins og gengur og á slatta eftir. Þetta stærsta er líklegast magnificat og messías með vox academica eftir slétta viku og svo auðvitað kyrrðartónleikarnir okkar Steina stuð þann 22. kl 9 eins og venjulega. Gott fyrir jólabrjálaða íslínga.

Þau fáheyrðu tíðindi eru svo í burðarliðnum að ég mun líklegast syngja ekki eitt heldur TVÖ óperuhlutverk á næsta ári og er það fáheyrt hjá ljóðaognútímasöngvaranum mér. Það fyrra verður titilhlutverkið í Acis og Galatea eftir Händel sem við í Rinascente ætlum að setja upp í samstarfi við Sumaróperuna og það seinna er hvorki meira né minna en fyrsta hlutverkið mitt í ÍÓ, ekki jafnstórt en það er sama.. gaman samt. Maður er þó allavega kominn með aðra afturlöppina þar inn, svo er bara að standa sig og þá fylgir vonandi meira eftir. Vil ekki segja hvað það er hér strax, veit ekki hvursu þetta er opinbert orðið.

Jamm og jæja.

farin að hlusta á überdúlluna mína hana Guðbjörgu syngja á jólatónleikum. Hún er krúttilingurinn sem er í X-Factor og sem Einar Bárðar umbi íslands og Ellý kjúforjú veðjuðu um í fyrsta þættinum.. spennó maður!