fynd dagsins
eins og kom fram í síðasta bloðgi er ég að syngja messías og magnificat á föstudaginn (kl 8 í Grafarvox, allir að mæta) og Ágúst Ólafs ofurbassi er að syngja með mér. Við sátum og biðum eftir að komast að og vorum að spjalla saman um daginn og veginn og ég fer að spyrja hann út í bakflæðivandamálið sem við eigum sameiginlegt.
Hallveig: fórstu einhverntíma í bakflæðiaðgerðina?
Ágúst: ha, Bach hvað?
Hallveig: já það er ekki hægt að neita því, ýmsir hefðu gott af því að fara í Bachflæðiaðgerð :D
þarf víst ekki að taka það fram að við hlógum að þessu eins og kjánarnir sem við erum!
<< Home