Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

mánudagur, janúar 01, 2007

2007

jæja kæru lesendur til sjávar og sveita, til hamingju með árið sem er að líða og ekki síður það sem koma skal.

Áramótin voru uppfull af frábærum mat (þar stóð þó uppúr andakonfektið frá parísardömunni, ég nefndi við hana systur mína hvort hún væri ekki til í að kynna okkur ;)) göróttum drykkjum sem brögðuðust með miklum ágætum og svo auðvitað sprengjubrjálæði sem var skemmtilegt að upplifa í einstöku návígi þetta árið. Það var vegna fjarveru fyndna barnsins, hún var heima á Njalla með snillingnum henni Freyju sem nennti að hanga yfir litlu krökkunum í stað þess að fara upp að Hallgrími á miðnætti. Svo seinna um kvöldið fékk undirrituð að kveikja í almennilegu sprengjudóti í fyrsta sinn í boði Guðmundar sem er mágur systur minnar og það er sko á hreinu að á næsta ári verður Víkingur styrktur töluvert duglegar en með tveimur pökkum af stjörnuljósum og einu blysi eins og undanfarin ár.

Skaupið var aftur á móti arfalélegt (nema Baugsmyndin sem var afskaplega fyndin) og ég verð nú að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum. Ég bjóst við meiru miðað við kreditlistann. Ég vil Óskar Jónasson aftur!

Dagurinn í dag hefur svo farið mestan part í það að hanga heima á Sunnuflöt að bíða eftir orðuhafanum henni móður minni til að geta tekið á móti henni með skál. Til hamingju elsku mamma mín, það eru fáir jafn vel að þessu komnir og þú!

Og hér er hún nú með hinum krossberunum: