jæja, allir að mæta
Kór Áskirkju flytur Jóhannesarpassíu J.S.Bach, BWv 245, í Fossvogskirkju á Skírdag 5.apríl og Föstudaginn langa 6. apríl.
Flytjendur eru Kór Áskirkju ásamt kammersveit
– konsertmeistari - Hjörleifur Valsson.
Einsöngvarar eru Ágúst Ólafsson barítón, Bergþór Pálsson barítón, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Gunnar Guðbjörnsson tenór, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jóhanna Ósk Valsdóttir, messósópran.
Stjórnandi er Kári Þormar
Tónleikarnir hefjast kl:17. báða dagana.
Vonast til að sjá sem flesta, hægt er að nálgast miða í 12 tónum eða hjá mér og öðrum kórfélögum, nú eða þá að kaupa við innganginn :D
Lofa geeeeðveiku rokki og róli. Bach er helsti rokkari allra tíma eins og allir vita.
Kær kveðja,
Hallveig
Efnisorð: ég sjálf, föstudagurinn langlengsti, Rokkarinn Bach
<< Home