Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, september 11, 2008

hnotskurnarfyndiðbarn

eins og ekki hefur farið fram hjá áhangendum síðunnar á ég einstaklega fyndið barn.. tók mig til að fór að safna gullmolunum saman því það er svo einstaklega leiðigjarnt að þurfa að lesa í gegn um allt bloggið til að finna snilldina ;)
Fínt líka að hafa eitthvað til að skemmta sér yfir svona fyrst við virðumst enn vera á lífi! tíhí

Byrjaði á þriðja árinu og ætla að leyfa ykkur að njóta með:

sumsagt RDJ þriggja: (drumroll please)

Fyndna barnið eftir leikskólann:
Ragnheiður Dóra: Það var bara EINN sveppur í leikskólanum!
Mamma: Borðaðir þú hann?
Ragnheiður Dóra: nei.. mér finnst hann svo óóslekkur.

Fyndna barnið yfir grjónagrautnum:
Ragnheiður Dóra: það er súpa í matinn.
Mamma: nei, þetta er grautur.
Ragnheiður Dóra: Nei þetta er súpa!
Mamma: Nei, grautur.
Ragnheiður Dóra: Má ég segja eitt?
Mamma: já.
Ragnheiður Dóra: (syngur) þetta er súúúpaaa..

Fyndna barnið í mömmuholu:
Ragnheiður Dóra: Máney.. er hún í leikskólanum?
Mamma: já, Máney Rós.
Ragnheiður Dóra: ég var bara að grínast.

Fyndna barnið á klóinu:
mamma: pabbi þinn hefur sett þig í öfugar buxurnar..
Ragnheiður Dóra: Já, hann er svo öfugsnúinn.

Ragnheiður Dóra: Óskar henti drullu í Andreu Sif.
Mamma: það var nú leiðinlegt. En hvað varst þú að gera í dag?
Ragnheiður Dóra: nú, sinna Andreu Sif.

Ragnheiður Dóra: Mamma, þú verður að halda á mér, ég get ekki labbað sjálf því ég er svo þung.

Fyndna barnið í morgunsárið:
Ragnheiður Dóra: Mamma, finnst þér gott að hafa rúsínur í harmagrautnum?

Fyndna barnið í bílnum:
Ragnheiður Dóra: mamma, þú ert með lítið hár.
Mamma: er ég með lítið hár?
Ragnheiður Dóra: neeei þú ert með stórt hár. Ég ruglaðist.

Fyndna barnið eftir að pabbi hennar var búinn að skafa rúðurnar:
Ragnheiður Dóra: Pabbi, varstu að skúra ísinn?.

Fyndna barnið að syngja með Soffíu frænku:
Ragnheiður Dóra: Já pissum svei, ó pissum svei..

Fyndna barnið á þurrksvæðinu í sundi með pabba sínum:
Ragnheiður Dóra: DJÍSUS KRÆST hvað mér er kalt!

Fyndna barnið hjá afa:
Eftir að afi hennar var búinn að sækja lítinn leikfangakassa upp á hillu:
Ragnheiður Dóra: Það er gott afi að þú skulir vera svona sterkur.

Mamma að klæða fyndna barnið í leikskólanum áðan:
Ragnheiður Dóra: nei! gulu húfuna mína!
Mamma: viltu fara í gulu húfuna sem amma prjónaði?
Ragnheiður Dóra: já. Amma er snillingur.

Fyndna barnið að hátta með afa og ömmu í gærkvöldi:
Ragnheiður Dóra: Afi! þú ert sko ROSA kroppur!

Fyndna barnið á leiðinni heim í bílnum í dag:
Ragnheiður Dóra: Pabbi! veistu hvað verður í matinn hjá okkur!
Pabbi: nei, hvað?
Ragnheiður Dóra: það verður PASTA!
Mamma: nei það verður ekkert pasta, það verður kjúklingur í súrsætri sósu og hrísgrjón.
Ragnheiður Dóra: Nei. Mér finnst það ekki gott.
Mamma: Víst finnst þér það gott.. þú hefur oft borðað það.
Ragnheiður Dóra: Nei, mér finnst það ekki gott. Mér finnst ekkert gott nema pasta... og pönnukökur.

Fyndna barnið á Dýrunum í Hálsaskógi:
Mikki refur (að taka reykt svínslæri á bænum) : það stóð ekkert í lögunum að það væri bannað, er það nokkuð?
Börn í salnum: Neeei
Ragnheiður Dóra: Jú það er bannað! Ég er nú bara svo aldeilis hissa á þér Mikki!

Fyndna barnið við pizzuétandi pabbann:
Ragnheiður Dóra: og.. og á morgun er laugardagur og þá förum við í sund og kaupum svo pulsu og förum svo og kaupum nammi!
Pabbi: og má ég fá líka nammi?
Ragnheiður Dóra: neeei..
Pabbi: af hverju ekki?
Ragnheiður Dóra: jahh sko.. þú borðar alltaf svolítið mikið...
(á föður hennar kemur vægast sagt undarlegur svipur)
Ragnheiður Dóra eftir dálitla stund: borðar alltaf svo mikið af pizzu...

Fyndna barnið í leikskólanum:
Ragnheiður Dóra: Má ég fá meira rauðvín?
Leiksskólakennari: Rauðvín!
Ragnheiður Dóra: já
Leikskólakennari: áttu við rauðkál?
Ragnheiður Dóra: æ, já..

Fyndna barnið um lítil börn og guð:
Ragnheiður Dóra: Mig langar svo í lítið systkini!
Mamma: Langar þig?
Ragnheiður Dóra: Já.. litla systur.
Mamma: Þegar kemur nýtt barn þá getum við ekki ákveðið hvort það verður stelpa eða strákur, ástin mín.
Ragnheiður Dóra: Jú víst. Og ég vil litla systur.
Mamma: Veistu hver það er sem ræður hvort það verður? Það er guð sem ræður. En þú getur beðið hann um að það verði lítil stelpa, þá rætist það kannski.
Ragnheiður Dóra: Veistu hvað ég geri! Ég set bara á mig vængina mína, flýg upp til Guðs og bið hann um litla systur!

Fyndna barnið að hlusta á búkollu:
Afi: þá kom bolinn og pissaði og pissaði þangað til bálið var slokknað og héldu skessurnar þá áfram....
Ragnheiður Dóra: og hvað.. óðu þær þá í gegn um allt pissið?