Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

hin mörgu andlit efnafræðingsins

Vinur minn Finnbogi var eins og sjá má hér að neðan einnig staddur í tungunum um helgina. Þar sem hann er stundakennari í raungreinum við HÍ stakk Nashyrningurinn upp á að við færum að kalla hann Fleygboga í staðinn, við ágætis undirtökur undirritaðrar.

Svo um kvöldið fórum við að plotta að skreppa í Skálann að kíkja á kallinn og þá átti þetta samtal sér stað:

Skúbbi við Vælu: Eigum við ekki að skreppa og kíkja á Fleygboga?

Heiðrún sem labbar framhjá: ha, PLAYBOY??

Gunni sem stendur hjá: nú, mér heyrðist hann segja FLAME boy...
(enda er hann Gunni fellow friendsfíkill.. og ekki nóg með það heldur er hann með David Brent á skjáborðinu.. respect..)

og nú getum við ómögulega ákveðið hvað við eigum að kalla hann.

Kannski bara Finnboga.