Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, júní 01, 2005

Barnið (eða þannig) sem ég á tíu prósent í (allavega!)

er orðin stór í dag, þrettán ára pæja!

ég átti mikið í henni Fífu minni þegar hún var lítil, sumarið sem hún var eins árs var ég í vist hjá Hildigunni systur þar eð ég gat náttúrulega ekki unnið venjulega vinnu það sumarið frekar en önnur vegna anna við kórferðir. (Reyniði bara að sækja um vinnu hjá Haggubbi segjandi.. fyrst verð ég í Skálholti í viku í byrjun júlí og svo þarf ég að fara til Spánar í 5 vikur í lok júlí, byrjun ágúst og svo...)
Það sumar var ég átján ára á rölti með Fífuna mína í bænum allt sumarið og það verður að viðurkennast að barnið var alveg óhugnanlega líkt mér, jafnvel líkari mér en mömmu sinni.

Það voru ófáir sem óskuðu mér til hamingju með fallega og þæga barnið mitt ;) Og falleg og þæg var hún, alveg eins og fullorðin manneskja og hefur verið alveg síðan. Það er leitun að eins skynsömum og heilsteyptum krakka og hef ég því vægast sagt litlar áhyggjur af því þótt hún sé að skríða inn á unglingsaldurinn.
Segi bara: Guð forði þeim sem ætlar að fara að reyna að fá hana Fífu til að gera eitthvað sem hún vill ekki! Peer pressure mæ as!

Allavega, til hamingju með afmælið elsku Fífa mín :D