Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

föstudagur, júní 17, 2005

desperett hás-væfið ég..

var að halda fimmáraafmæli fyndna barnsins það fyrra (fjölskyldu, leikskólaammæli á morgun sko) og tókst það stórfenglega afrek að GJÖRSAMLEGA klúðra bettí krokkernum. Á bara eldgamalt springform sem er ekki alveg í formi (múhaha) og þegar ég tók snilldina úr ofninum hrundi kökudruslan oní ofnskúffuna, alveg escaping for her LIVE! en nei, ég neitaði að gefast upp, skúffaði skúffukökunni (ég er bara með þá í lange baner í dag, ikke?) upp á fat og ætlaði að útbúa eitt stykki umhverfislistaverk, nettan fjallaskúlptúr sem átti að representera Ísland á þjóðhátíðardeginum. Mjög táknrænt alltsaman. Síðan átti að mála fjallið í fánalitunum og sulla fósturlandsins freyjugotti í kring.

Þá kom að kremgerðinni. Byrjaði á því að setja vatnið og setti svo flórsykur. Og svo meiri flórsykur. Og svo meiri. Og meiri. Og svo var ekki meiri flórsykur til og kremið þunnildi á við meðalpönnsusoppu (veit það því ég gerði líka soleiðis í dag, sem var nb líka of þunnt.. damn). Og klukkan orðin fjögur og gestirnir væntanlegir þannig að ég læt mig hafa það, þetta reddast alltaf, sulla smá bláum lit við slatta af soppunni og ætla að byrja á bláa hlutanum. Skvetti kreminu á viðeigandi staði á kökunni og horfi í hryllingi á "kremið" leka í gegn um kökuna og út á bakkann í allar áttir.

GAAAAAAHHHHHHH!!!

Geri lokatilraun með fjallavisjónið og reyni að sannfæra Nonnastóra um að þetta sé allt í lagi, þetta sé bara nýgosið fjall, svona nettur hraunfílíngur í gangi.

Jón horfir á mig meðaumkvunarfullum augum og segir eins varfærnislega og honum er unnt: Hallveig mín, ég held að ég myndi nú ekki bera þetta framfyrir gesti..

Umhverfislistaverkið mitt fékk að fjúka í tunnuna og minn skoski frændi í Ammríku Mr. McCain kom til bjargar..

Gleðilega þjóðhátíð allir :D