Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

mánudagur, júní 06, 2005

Steppstapp

Jæja, þá er maður búinn að rassakastast í ræktinni eins og mófóinn sem maður er.
Prófaði í fyrsta sinn að fara í tíma sem heitir á vandaðri íslensku body-step. Þegar ég var lítil (ja, eða allavega minni) langaði mig alltaf gífurlega til að læra stepp.. kom að því þó þessi týpa bjóði ekki upp á jafn flotta skó.

Æfingarnar vóru fínar en mússíkin var ALLT of hátt spiluð þótt ágæt væri sosum. Ég heyrði bara ekki eitt einasta orð af því sem kfum-glaða spýtustelpan var að veina þarna fremst. Horfði bara dolfallin á hrezzleikapíuna fyrir framan mig sem er greinilega búin að vera voavoa dugleg að mæta í vetur og kunnti þetta allt saman aftur á bak og áfram, hliðar saman hliðar, sparka einn, sparka tveir, sparka þrír, sparka fjórir, yfir bekkinn stíga, stíga, þið getið þetta stelpur!

Versta er að nú langar mig ekkert meira en að skríða upp í rúm og leggja mig.