Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, júní 16, 2005

gærdagsgiggið

Í gegn um sveppaþokuna um helgina greindi ég símann hringja, þar var Kárahnjúkur ehf á hinum endanum og var að bóka mig í djobb, að syngja fyrir einhverja ríka túrista í dómkirkju Halla Gríms. Nú ég skveraði mig alla upp, þarna var tækifærið komið, ríkir feitir ammríkanar sem heillast upp úr skónum, kalla mig darlin´, fá hjá mér nafnspjald og púnga út fyrir sosum eins og einum disk!
Og þar með leiðinlegustu leit árþúsundsins - styrkjaleitinni - hætt.

en NEI! í Grímsa gamla VOTTAÐI ekki fyrir einum einasta hamborgararassi.. ég var að syngja fyrir sendinefnd frá..

(cue sneriltromma)

KÍNVERSKU RÍKISENDURSKOÐUNINNI!

Get í mesta lagi vonast eftir pakka af jasmíngrjónum. Og stórefast um að Svenni Kjartans upptökuverkfræðingur sé reiðubúinn í greiðslufyrirkomulag sem uppistendur af hrísgrjónum í súrsætri sósu.. damn.

Fékk þó allavega pakka.. eitthvað svona kínverskt dinglumdangl til að hengja í tilfallandi dyrakarma slash gluggakistur (við japansfararnir fengum svona dót a dime a dozen), og á meðan fékk Þormarinn þetta líka fína silkibindi.

Svindill punkur is. Hefði alveg þegið perlur eða eitthvað :D