Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, júní 23, 2005

Snillinga-afmæli

fyrir fimm árum og 5 klukkutímum hitti ég í fyrsta sinn bestu manneskju í heiminum.
Þá var hún lítil og falleg og skítug og dugleg og hörð og þurfti að þola heilmikil veikindi fyrstu vikurnar í hitakassa og öndunarvél.. og var algjör hetja!
Núna er hún stór og falleg og skítug (örugglega, búin að vera úti í leiksskólanum í allan morgun) og dugleg og hörð, og auk þess orðin að skemmtilegri, glaðlyndri, hugmyndaríkri, stórkostlegri stelpu sem gerir lífið þess virði að lifa því.

Fyndna barnið á afmæli í dag, til hamingju með daginn elsku Ragnheiður Dóra mín :D