Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, október 19, 2003

zæll

Er búin að komast að því að ég myndi seint vera tekin inn í húsmæðraskólann. Var að elda lambasteik í fyrsta skipti á ævinni, (eða annað reyndar, held ég) mamma í mat ossona, og þá dundu ósköpin yfir.. ég átti engan matarlit!!!! var búin að baka upp þessa fínu sósu og bragðbæta með rósmaríni og bláberjasultu (steikin var nebblega bláberjalegin og kartöflurnar kryddaðar með rósmaríni) en það versta var að hún leit út fyrir að hafa komið upp úr magaveikum ketti! Sama hvaða enda!
Mundi sem betur fer eftir gamalli skólasystur sem býr hérna á 137 og skokkaði yfir til hennar í snarheitum og reddaði málunum. Skellti svo þónokkrum slatta af litnum útí.. sem kom í ljós að var VÆGAST sagt ríflegt magn þannig að nú var sósan bleksvört.. og mamma og ég hangandi drykklanga stund í eldhússkápshönkunum organdi úr hlátri.
Jæja, mamma gamla náttúrulega með ráð undir hvurju rifbeini og málunum reddað með næstum heilli dollu af sýrðum rjóma.. needless to say þá bragðaðist sullið með ágætum.
Fór að pæla í þessu eftir á, ég kann ekkert að elda svona gamaldags mat! þegar ég elda á annað borð er ég öll í parmigianohjúpaða kálfakjötinu eða innbakaða skötuselnum, en að steikja fiskibúðing úr dós! gleymdu því..
Enda er fyndna barnið oft óskaplega matgrönn hérna heima á meðan hún hakkar í sig slátur og kjötbollur í brúnni sósu í leikskólanum.. hmmm

Annað í dag voru tónleikar hjá henni Gunnu.. mjög gaman þrátt fyrir töluverða erfiðleika við hlustun á Haugtussu Griegs, þegar ég vinn eitthvað svona intensíft þá er það svo svakalega nærri mér og svo stór hluti af mér að ég á ekkert sérstaklega gott með að heyra aðra flytja það.. en hún gerði það nú samt svakalega vel og alveg AFSKAPLEGA ólíkt mér. Sem er gott.