Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

laugardagur, nóvember 01, 2003

to drink or not to drink...

lenti í alvarlegri persónulegri dilemmu í gærkvöldi.. Gat ómögulega ákveðið hvort ég ætti að fá mér bjór eða gin og tónik yfir Will og Grace.. Oh who am I kidding G&T ALWAYS wins!!!! I love it.. love it.. luuuurrvvee it!!!

Skemmtilegt er að sitja með hátt glas fyllt með ísmolum, lime sneið, góðri slettu af Bombay Sapphire og Schweppes tonikki, þykjast heita Pandora Beatrice Willardson-Flinkett frá Piggard-upon-Swine.. með uppsett hárið í reiðbuxum, kasmír peysu og Burberry dúnúlpu... yars yars darling!

Var með einni svona geðveikt posh í skóla.. ágæt stelpa samt ;)

En að öðru..

Fór á frábæra tónleika í 15.15 röðinni í eftirmiðdaginn í dag. Þórunn Guðmunds (sem var svo indæl að vera innhleypikennarinn minn þegar ég fór í frí í skólanum úti til að eiga fyndna barnið) var að syngja Mussorgsky ljóðaflokka, barnaherbergið og söngva og dansa um dauðann og félagar hennar úr Hugleik skreyttu ljóðin á milli.. þvílíkt góðir tónleikar!