Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, október 26, 2003

ehá og einmitt

Eyddi gærdeginum mestan part í akstur.. mjög gott fyrir bakið, mæli með því...

fór nebblega og söng í brúðkaupi á Fáskrúðsbakkakirkju.. SAY WHAT?

Er semsagt kirkja á sunnanverðu snæfellsnesi, gamlir kunningjar að gifta sig, Svanhildur og Sigurður Ágúst og til hamingju með það bara..

Eru nú bæði tvígift, og það löglega því þau voru að gifta sig í annað sinn í gær.. fyrsta skiptið var í Köben í fyrra, því þau vildu ekki eignast frumburðinn og vera ógift.. skil ekkert í því.. mér fannst það nú bara virka fínt ;) Ekki er ég allavega búin að gifta mig og get ekki séð að fyndna barnið þjáist yfir að vera óskilgetið.. hmmm

En þetta var allt saman voða sætt, Svanhildur gazalega sæt í brúðarkjólnum og Sigurður Ágúst stjarfur af hamingju.. frekar utan við sig greyið (sem er víst frekar algengt með brúðguma) . Maturinn góður, forréttirnir algjör Schnilld, reyktur og grafinn heimaveiddur lax úr mývatnssveitinni og heitreykt heimaskotin gæs.. líklegast líka úr mývatnssveitinni. Svo kaldur skötuselur á spjóti sem var algjört jömmí. Eins og venjulega á svona hlaðborðum var aðalrétturinn svo ekki nærri eins góður og forrétturinn.. samt bara alveg ágætis lamb (heimaniðurkeyrt úr mývatnssveitinni kannski?) og einhver grís á stangli..
Með kaffinu geggjuð súkkulaðibrúðarterta og sörur... not too shabby for Væla! Vínin voru mjöög girnileg, alvöru sjampanj og ágætis rauð og hvít áströlsk.. drakk nú samt ekki nema tæpt hálft glas af hverju því ég var jú að fara að bruna heim..

Fór nú samt ekki af stað fyrr en um tíu leytið og var þokkalega syfjuð að keyra þetta í einn og hálfan tíma í þoku, rigningarsúld og þokkalega leiðinlegu útvarpi..

:)