Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, október 23, 2003

ok, best að summerísa það sem komið er:

Fjögur brúðkaup og jarðarför : klassík

View from the top: sæt lítil flugfreyjumynd.. gjörsamlega heilalaust áhorf.. ekki slæmt.

Ally McBeal, þættir 17-20 af seríu 3: Var mjög stutt með stöð 2 og átti eftir að sjá alla Ally næstum því.. er hægt og bítandi að vinna mig í gegn... Ally sjálf er vægast sagt þvílík væluskjóða en það eru nokkrir frábærir karakterar í þessum þáttum, uppáhöldin mín verandi Ling, Richard og John..

Down to you: fjöldaframleiðsla af nýja bratpack liðinu (Freddie Prince Jr. , Julia Stiles, Selma Blair osfrv.. má ég þá biðja um Andrew McCarthy, John Cusack, Molly Ringwald, Emilio Estevez og félaga.) Not worth it!

Anger Management: alveg fyndin! Adam Sandler og gamla brýnið Jack Nicholson fara á kostum.

Og í dag eru það þættir 17-20 af 9 seríu af friends og einhver stúbid mynd með Heather Graham sem ég man ekki einu sinni hvað heitir.. I´ll keep u posted.

smá RDJ:

Eftir að pabbi hennar var búinn að skafa rúðurnar:

Ragnheiður Dóra: Pabbi, varstu að skúra ísinn?