plöggedíplögg ;)
Á laugardaginn kemur kl. 15:15 á Nýja sviði Borgarleikhússins mun CAPUT
flytja 5 verk eftir Alfred Schnittke og frumflytja nýtt verk eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur. Verk Hildigunnar, sem er fyrir sópran og 10
hljóðfæri, heitir "Kemur kvöld" og er við ljóð Guðmundar Böðvarssonar.
Einsöngvari í verkinu er Hallveig Rúnarsdóttir og stjórnandi er Daníel
Bjarnason, en þetta er frumraun þeirra beggja með CAPUT hópnum.
Verk Schnittkes efnisskránni á laugardaginn verða Hymn I fyrir selló, hörpu
og pákur (1974), Hymn II fyrir selló og kontrabassa (1974), Hymn III fyrir
selló, fagott, sembal og rörklukkur (1975), Hymn IV fyrir selló,
kontrabassa, fagott, hörpu, sembal, rörklukkur og pákur (1977) og Kanon
fyrir strengjakvartett, tileinkaður minningu Stravinskys (1977).
þetta var auglýsingin, hér kem ég.. allir að mæta! verkið hennar Hildigunnar er með því flottara sem ég hef heyrt eftir hana.. jáogjáogjá... nánari upplýsingar og myndir og síví af okkur snillingunum er svo að finna hér.
Annars af mér að frétta að það er allt að verða vitlaust.. sést varla heima hjá mér þessa dagana og verður líklegast þannig fram yfir keppni.. en ég skal reyna að henda einhverju hér inn af og til :)
<< Home