Æ...
hef nú kannski verið full harðorð í garð landsins okkar hér á undan, en mér finnst þetta nú samt. Aftur á móti kemur að það var auðvitað margt sem ég saknaði hér þegar ég bjó úti, einmitt náttúran, hreina loftið, vatnið og plássið eins og huxy talar um í athugasemdakerfinu. Það er auðvitað heilmargt hér sem er alveg undursamlegt. Svo ekki sé talað um það sem er númer eitt, vinir og fjölskylda.
Og þegar söknuðurinn varð of sterkur átti ég tvo kosti í stöðunni, að lesa bókina Góðir Íslendingar eftir Huldar Breiðfjörð eða fara út í Marks og Sparks og borga hvítuna úr augunum fyrir glænýja íslenska ýsu.. kostaði um það bil tvöfalt á við klassa nautasteik. Þeim hefði nú brugðið connosörunum sem voru að kaupa þennan fisk hefðu þeir séð útreiðina sem hann fékk í Hammersmith-rottuholunni okkar.. soðinn með kartöflum og sméri.
Ísland hefur ótal kosti, hér er gott að ala upp börn og búrókratían er einhvern veginn mun skárri hér en í úglandinu. Gott dæmi um það er að ég bjó í 10 mínútna göngufæri frá bankanum mínum í London en þegar veskinu mínu var stolið var ég heilli viku fyrr að fá endurnýjuð kort frá Íslandi en þarna í næstu götu. Ég hringdi bara í þjónustufulltrúann minn sem var hún Herdís sem var í kór hjá mömmu og málunum var reddað á nótæm.
Enda er málið líklegast það að maður getur aldrei verið ánægður með það sem maður hefur.. þarf alltaf að telja sér trú um að grasið sé grænna hinum megin! :D
<< Home