Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Pinko

Fór í ljós í gær í fyrsta skipti í mörg, mööörg ár.

Undanfarin ár er nefnilega búið að hræða mann til hlýðni með ógurlegum krabbameinssögum og þesslags þannig að maður tekur stóran sveig, helst yfir á hina gangstéttina þegar gengið hefur verið fram hjá þessum SÖLUSTÖÐUM DAUÐANS!!

svo fór ég að pæla, nú á maður það til að vera inni á reykfylltum börum um helgar, ganga niður Laugaveginn í logni, keyra bíl út um allt og borða kolabrenndan mat allt sumarið á milli þess sem maður sleikir sólina af mikilli áfergju.. það getur ekki verið svo slæmt þó maður hætti sér í einn ljósatíma.
Allavega er ég orðin nokkuð þreytt á því að vera svo náhvít að þegar ég ber á mig ljósasta púðrið frá Clinique lít ég út eins og tvískipti ísinn frá emmess sem maður fékk sem barn, muniði, í pappaspjaldinu.

Eníveis, eftir að vera búin að réttlæta fyrir sjálfri mér þessa stórhættulegu ákvörðun dríf ég mig í ræktina og fer svo beinustu leið í ljósabekkinn hennar Lindu númer eitt.

Eitthvað hefur þeim nú tekist að þróa þessa ljósabekki á þessum árum síðan síðast! ég hreinlega BRANN í framan! Ég hafði farið í fallegu bleiku angórapeysuna mína um morguninn og þegar ég fór í hana aftur eftir tímann sá ég mér til mikillar ánægju að mér hafði tekist að ná NÁKVÆMLEGA sama lit á andlitið og peysan er í. Þannig rann allur efri helmingurinn af mér saman í eitt, var bara tveggja lita í gær, svört að neðan og skær-ljósbleik að ofan. Gíbburlega fallegt sko.

Hefur örugglega verið frekar fyndið að sjá mig, ég var eins og blanda af geimveru og tískujapana..