Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

föstudagur, mars 11, 2005

slappleiki og elliglöp

Maður hefði nú haldið að fyrstu einkenni elliglapa væru línur í kring um augun, eyrnastækkanir og aukin viska og umburðarlyndi eins og ég hef reyndar áður rætt.

En nei. Þetta er vissulega allt til staðar en eitt hefur orðið mest áberandi við að aldurinn færist yfir. ÉG ER GJÖRSAMLEGA DAUÐ ÚR ÖLLUM ÆÐUM á föstudagskvöldum. Villtir folar (jahh nema þessir mennsku kannski) gætu ekki dregið mig út á líkfið... eh já þetta var líklegast freudian slip of the finger, ætlaði að skrifa lífið en það varð næstum að líkfylgd. Sýnir og sannar það sem ég var að tala um.

Ójá liðnir eru þeir sælu dagar þegar fimmtudagurinn var fyrsti í helgi, og fjögradaga syrpur helgarlegt brauð. The glory skapftahlíðdays are over.

Æ kannski eins gott. Það er ekki eins og ég sakni þeirra :Þ