Euphoric
Búin að fá dópið mitt í þetta skiptið og finn svo sannarlega fyrir því.
Tónleikarnir gengu framar vonum og mál manna að skemmtilegri tónleikar hefðu ekki heyrst í háa herrans. Og þið sem misstuð af þessu.. aumina þið. (iii djók)
En takið nú gleði ykkar á ný, tónleikunum verður útvarpað í heild sinni á vorri ástkæru gufu á sumardaginn fyrsta. Nánar auglýst síðar.
Voða notalegt svona að þetta sé búið og hægt að fara að slaka á. EKKERT að gera nema læra eina aríu utanað fyrir annað audition Sumaróperunnar á laugardaginn, rifja upp 6 lieder og 4 íslensk sönglög fyrir Kristins/Jónasar masterklassinn í næstu viku og læra sópranhlutverkið í Carmina Burana fyrir þarnæstu helgi.
Já og svo er eitthvað smáræði eins og vinnan, heimilislífið og þess háttar.
Notalegt að slaka svona á :D
en hei.. að hafa brjálað að gera er betra en andstæðan.. ikke?
<< Home