mér finnst bara bæði betra
hér í garðinum sem kenndur er við Ás er að verða til heilsufanatíker af bestu gerð. Með ðe páverbúkk og meðfylgjandi litríka límmiða að vopni er fylgt út í ystu æsar öllum fyrirmælum sem amfetamíndvergurinn Maggi mega kokkar upp í endorfínkeyrðum dagdraumum sínum.
Ekki er hér snert á nokkru sem gæti talist óhollt á nokkurn hátt, ropvatn heyrir sögunni til, hnallþórur í banni og mæran mæðulega lítil. Brostið í grát yfir þeim úthugsuðu illskuplönum húsmóðurinnar að kippa með pizzu heim eftir kóræfingu kl 19.30 á föstudegi eftir langa vinnuviku..
Já en mamma það er ÓHOLLT!!!!
Í kaffihúsaferð fjölskyldunnar um síðustu helgi var staðið fyrir framan kökuskápinn og fúlsað við öllu klabbinu þar til mamma benti á að hægt væri að fá ávaxtaskál. Það slapp fyrir horn, svo lengi sem sæta vanillusósan sem fylgir með var undanskilin.
Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að fimm ára fyndið barn gæti haft slíka og þvílíka sjálfsstjórn. Er í rauninni alveg ótrúlega stolt af henni en ég verð að viðurkenna að þó þetta sé sniðugt upp að vissu marki er hægt að ganga OF langt. Af hverju var ekki hægt að hafa einn dag í viku þar sem börnin fengju EKKI mínusstig þó þau fengju sér smá sælgæti? Er ekki einmitt alltaf verið að tala um þessa nammidaga og hvað þeir séu sniðugir? Hér eru sko ENGIR nammidagar á meðan 40 dýrmæt orkustig fá að fjúka fyrir súkkulaðimolann. Onei.
Ég var orðin svolítið nervös yfir þessu öllu saman þar til hún dóttir mín elskuleg sagði í dag: "Úff mamma.. þegar febrúar verður búinn get ég LOKSINS fengið nammi og LOKSINS fengið makkdónalds.. úff.. eins gott." Þetta gladdi svo sannarlega móðurhjartað ;)
(Annars passar þetta ágætlega inn í plön okkar Jóns um að taka mataræðið á heimilinu í gegn, skipta út pasta fyrir heilhveitipasta, grjón fyrir hýðis og auka fisk- og grænmetisneyslu. Og því verður sko ekkert breytt þegar ofvirki spriklarinn er hættur að ráða ríkjum. Onei.)
<< Home