Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

we´re not worthy!


Lengi vel hef ég haldið upp á Hilmar Örn Hilmarsson. Ég hreifst af tónlistinni í Englum alheimsins (eins og reyndar myndinni allri) en þó er líklegast sterkasta upplifun mín af tónlistinni hans Hrafnagaldur Óðins í Laugardalshöll hér um árið. Það var mér því mikil og sönn ánægja í fyrradag þegar Hákon Leifsson stjórnandi Vox Academica hringdi í mig og bað mig að koma og syngja í nýju verki eftir Hilmar sem heitir því frábæra nafni Sjö sérhljóðar handa vini mínum, á tónleikum kórsins á myrkum músíkdögum í Langholtskirkju á þriðjudaginn kemur..

ótrúlega skemmtilegt.

Verður gaman að sjá hvaða sérhljóða ég fæ að syngja.. ha?