plögg og aðrar flíkur
Sunnudaginn 5. mars kl. 20:00 verða haldnir Mozart tónleikar í Víðistaðakirkju. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Kammersveitar Hafnarfjarðar og Kammerkórs Hafnarfjarðar. Flutt verður Missa solemnis fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Þar fer Hallveig Rúnarsdóttir með veigamesta hlutverkið, en auk hennar syngja með kórnum þau Jóhanna Ósk Valsdóttir, Ólafur Rúnarsson og Benedikt Ingólfsson. Stjórnandi er Helgi Bragason.
Á tónleikunum verður einnig fluttur klarinettukonsertinn sem þykir eitt fegursta verk Mozarts. Það er Ármann Helgason sem leikur einleik á klarinettuna og leiðir jafnframt hljómsveitina. Þetta eru því tónleikar sem enginn unnandi góðrar tónlistar ætti að missa af.
<< Home