Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, júní 11, 2006

móttökum...

Tónleikarnir í gær gengu bara alveg ágætlega og við Árni fengum flottasta blómvönd í manna minnum, risastóra handgerða skál með homegrown grænmeti, gulrótarsultu, hunangskerti og salatáhöldum úr tré. Dásemd! fattaði náttúrulega ekki fyrr en ég var komin í miðja skál að taka mynd af herlegheitunum, hringdi í doktorinn sem hafði ekki heldur getað hamið sig í íþróttanammisátinu. Sem er jú gott. Ojæja, tek bara mynd þegar ég held næst tónleika á Sólheimum (blikk Þóra, bliiiiiiikk ;)) Yndislegur staður að öllu leyti og það besta er að auk grænmetisskálarinnar og kaupsins fáum við líka tvær gistinætur á hótelinu! ótrúlega rausnarlegt, hafiði prófað að gista á íslenskum hótelum?