Óhamagangur á hóli
Enn bólar ekki rassgat í bala á bötnun hér á bæ. Er enn kjöltrandi eins og "an asthmatic ant with some heavy shopping" svo maður vitni nú í Blackadder.
Þetta gengur nú auðvitað ekki lengur og hef ég því tekið ákvörðun. Ég mun vera VEIK heila næstkomandi tvo daga með öllu því sem því fylgir, mætingaleysi í vinnu og (aðrar) tómstundir, sófahangsi yfir vídjói (þar sem helv.. sjónvarp yfir adsl valdi sér þennan prímustíma til að bila og verð ég því að treysta á vídjóleigurnar til að sjá mér fyrir skemmtun) og almennu letihangsi. Og hananú!
Ekkert skal af viti gert fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudagsmorgun og þá bara ef ég verð orðin góð! (ja eða allavega betri)..
Ætla líka að heyra í honum Einari mínum Thor og bera mig aumlega enn eina ferðina.. og spyrja hann bara hreint út hvort ekki sé kominn tími á að hitta lækni sem hefur lungun fyrir neðan hne-fið. Lyfin sem hann Einsi minn er að gefa mér eru allavega ekki að virka baun..
og skal nú látið af veikindakvarti á þessu bloggi! Ég þakka þeim er hlýddu.
<< Home