Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

þriðjudagur, maí 20, 2008

Kökur, vín og fagrir vælutónar

Vil minna æsta aðdáendur Vælunnar á stórfenglegan kökukonsert á Kjarvalsstöðum annað kvöld (miðvikudag) kl 20.00. Þar mun vælan skemmta ásamt fögru föruneyti tónlistarmanna, Margréti Sigurðar hinni fögru sópranínu, Agnieszku hinni fingrafimu, Frank hinum taktfasta, Þuríði hinni flautandi og Kippa Kanínus hinum ævintýralega.. hin frábæra myndlistarkona Björk Viggós mun sjá augunum fyrir skemmtun á meðan og svo er það rúsínan í pylsuendanum..

Hafliði Ragnarsson, sjálfur ammbassadör belgísks sjúkkulaðis hérlendis og Arnar vínogmaturpúnkturis munu sjá um að bera í tónleikagesti guðaveigar af bestu gerð.. allt í stíl við tónlistina!

þetta verður stórfenglegt ferðalag um árstíðirnar, byrjum um vetur og færum okkur yfir í sjóðheitt sumar!

Þetta er eitthvað sem enginn.. og ég meina ENGINN má missa af!

Áhugasamir miðakaupendur geta farið í 12 tóna, en mun betra er að heyra í mér beint, hallveig hjá yahoo púnktur komm.. miðum fer nebbla verulega fækkandi! fyrir utan það að hjá mér fáiði þetta á spottprís, tvöþúskall.. þyrftuð að punga út hærri upphæð á Skólavörðustígnum og við inngang.. :D