Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

laugardagur, október 04, 2008

perspektív

Jóhanna vinkona mín er að lesa bók um þjóðarmorðin í Rúanda og mælir með þeirri lesningu fyrir alla landsmenn þessa dagana ;) Það setur hlutina í alvöru perspektív..

Ég neita að láta þetta buga mig. Hagkerfi er ekkert annað en væntingastjórnun og þegar öll þjóðin hefur linnulaust talað sig í kreppu síðustu vikur og mánuði er ekkert skrítið að hér sé komin kreppa. Eða kreppa og kreppa, það er ekki eins og fólk sé að svelta eða sé komið á götuna, held að ég haldi mig við orðið hans Sigga bankastjóra og kalli þetta lausafjárþurrð (er það ekki annars ástandið sem skapast þegar gangnamenn finna ekki rollurnar?)

Sem betur fer virðast ýmsir hafa húmor fyrir ástandinu, ekki síst þulurinn í útvarpinu í gær þegar hann valdi síðasta lag fyrir hádegisfréttirnar:

"Vor hinsti dagur er hniginn"

Þá hló ég :)