Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, október 22, 2003

HRUMPFH!

Er að reyna að ákveða hvorir eru meiri glæpamenn, lánasjóður íslenskra námsmanna eða bankarnir.. ? Var í lánaveseni í allan morgun nebblega.. viðgerðarmenn hjá þvottavélakaupmönnum koma reyndar sterkir inn hér í keppnina fyrir ofan..

choices, choices....

(ok fer bráðum að sleppa úr þessari hálshnykksprísund og þá LOFA ég að bloggið verður aðeins skemmtilegra..;) Hjá mér þessa dagana er það nefnilega hápunktur dagsins þegar þvottavélaviðgerðarmaðurinn kemur og ég þarf að punga út 5319 krónum fyrir að láta segja mér að það sé í fínu lagi með vélina.. gaman)