Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

þriðjudagur, október 28, 2003

ÆÆÆÆM DRÍMÍNG....

Ef ég yrði einvaldur í einn dag væri ein af fyrstu skipununum mínum þessi:

Það er STRANGLEGA bannað að hengja upp, minnast á, prenta eða spila NOKKUÐ sem minnir á jólin fyrr en 1. desember. Jafnvel þá skal hógsemi ráða ríkjum fram í miðjan mánuðinn.
(Föndurbúðir fá náðarsamlegast undanþágu frá þessari reglu, vegna eigin reynslu af því að oft þarf nokkrar tilraunir til að fá draslið frá þeim til að líta út eins og til er ætlast..)

Æjá, fékk æluna upp í háls í Kringlunni í gær, ofvaxin, ofhlaðin, gullhúðuð gerfigrenitré hangandi neðan úr hverjum loftbita, nú verður stefnan sumsagt sú að láta ekki sjá sig í því helvíti meðalmennskunnar þar til í janúar.. jeah right! ;) þá þyrfti ég að fara alla leið upp í Heiðrúnu til að kaupa Tiger handa súppa mínum.. það er allt of erfitt.. Maður verður víst að láta sig hafa það. Gæti kannski fengið lánað svona augnskjól eins og hestar eru með, farið inn og tekið stefnuna beint á mjólkurbúðina, þar inn og út aftur beina leið. Eða samið við ríkið um að fá að fara inn um vöruinnganginn..

En ferðin var ekki alslæm, hitti jú hana Stínu Fínu með gorminn sinn, hún var að sjá um ráðstefnu um einelti um daginn.. ótrúlega dugleg. Versta var að ég frétti ekkert af ráðstefnunni fyrr en eftir að hún var búin, svona er að fá ekki moggann, maður veit aldrei neitt! Var reyndar á svaka hlaupum, bæði þurfti ég að fara að sækja fyndna barnið í skólann og var svo jú að flýja jólaviðbjóðinn.. tala betur við þig næst stína mín :)