Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, janúar 06, 2005

annarsveginn eða þanneginn

Þeir vita það sem þekkja mig að ég hef alltaf verið voða mikið fyrir það að vera öðruvísi. Það gekk nú meira að segja einu sinni svo langt þegar ég var seytján vetra að hann Þorbjörn bróðir minn húðskammaði mig fyrir að klæða mig öðruvísi en annað fólk (hehe hann man örugglega ekkert eftir þessu ;)). Ég benti honum með kurt (Kopecky) og pí (Kopecky) á að það væri bara alls ekki rétt, ég gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð og til þess að ná því að klæða sig öðruvísi í þeirri stofnun væri fólki hollast að mæta í gallabuxum og vélprjónaðri peysu, kannski með hestamynd framan á eða þesslags.

Allavega, þetta var útúrdúr.

Í dag ákvað ég nebblega að vera öðruvísi. Ég hef í allan dag verið uppfull af bjartsýni, góðu skapi og almennum hressleika. Allstaðar í kring um mig er fólk barmandi sér yfir janúarblús, skammdegisþunglyndi og jólafráhvarfseinkennum, vælandi yfir nóakonfektskílóunum utan á sér og vísareikningum sem valda slagæðagúlpum við það eitt að koma í 3 metra radíus(ar?) nálægð við þá.

Og þá fer sko Vælan í stuð.

Ég var nebblega svo sniðug að kippa jólakílóunum bara af mér FYRIR jól þannig að ekki gerði mikið til þó þau kæmu aftur (var meira að segja farin að sakna þeirra aðeins.. jahh það eru nú samt sem áður nokkrar ýkjur) og sökum vertíðar svona Vælna um jólin er bankareikningurinn minn bara töluvert feitari EFTIR jólin en fyrir þau.

Dagurinn í dag var svo alveg frábær, útsalaðist, vinnulaðist, remúlaðist (ii djók, súkkulaðist frekar) og hitti helling af skemmtilegu fólki sem mér þykir vænt um, þar á meðal gamlan vin sem ég hafði ekki hitt í 3 ár.. Skellti inn tveimur feitum reikningum og las nýja samninginn tónlistarskólakennara sem mér leist svona líka bara hreint ágætlega á.
Pizzaðist svo með nonna rokk og fyndna barninu og tengdó sem var í heimsókn og framundan er hið ljúfasta kveld í Bústaðahverfinu.

Ógeðslega gaman að vera til í dag.