Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, maí 11, 2005

hetjusaga

ef einhverntíma guði datt í hug að búa til hversdagshetju þá var það í hitabylgjuborginni London 23. september 1999.

Fyndna barnið mitt er hryllilega útleikið og -steypt og slappt en æðruleysið og dugnaðurinn er ótrúlegur. Hún trallar og syngur eins og máttur gefur til og klórar sér EKKI NEITT! Ef hún gleymir sér og byrjar að iða eitthvað í skinninu þarf ekki annað en minna hana á að hún megi það ekki og hún hættir því um leið.. þetta er mun betri árangur en mætti nokkurntíma búast við af móður hennar það get ég sagt ykkur.

Ég á svo sannarlega besta og yndislegasta og fallegasta barn í heimi. Vei ykkur sem eruð að hugsa um að fara að bögglast til mótmæla.

Resistance is futile!