Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, júní 05, 2005

Power to the diva

Mér líður vel í dag. Og það þrátt fyrir enn eitt reiðarslagið í gær þar sem ég fékk vægast sagt leiðinlegar fréttir um takmarkanir og sénsleysi vissra yfirvalda hér í borg.

Varð í fyrsta lagi alveg einstaklega inspíruð af minni Kæru Önnu Soffíu sem stóðst allar mínar væntingar og betur til.. hún er alveg dásamleg sú fagra kona!
Þannig að ég settist niður full eldmóðs í dag og tók að sjóða saman stórfengleg plön sem verða sett af stað sem fyrst..

Komin með übersumarprójektið mitt og er á fullu að leita að péníngum fyrir það.. og svo er ég með eitt virkilega scpennandi í pottunum fyrir næsta vor..

Það sannast bara eina ferðina enn að ekkert gerist nema maður geri það sjálfur!
Og verður nú sett í þann fimmta, mínir kæru lesendur. Það dugir ekkert minna.

(p.s. hehe varð nú frekar flissfull í gærkveldi þegar Ríkarður Örn vippaði sér að okkur í hléinu og fór að kvarta yfir að heyra ekki í neðra sviðinu hjá frú von Otter.. held að ég þurfi nú ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að hann segist ekki heyra í mínu neðra sviði!)