jæja þá..
er komið að því að ferðin ógurlega verður reifuð hér á síðunni..
Hún hófst með því að tilkynnt var að ákveðið hefði verið að lenda á Þingeyri vegna þess að ófært var á Ísafjörð. Gaman, gaman, undirrituð hefur aldrei barið þann mæta stað augum og hugsaði sér því gott til glóðar. En ekki varð nú af neinum grilltilburðum í þetta sinn, stuttu seinna var sumsagt tilkynnt að einnig væri orðið ófært til Þingeyrar.. héngum við nú á zúrasta "matsölustað" landsins, þeas flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli í góðu yfirlæti í rúman einn og hálfan tíma þar til ákveðið var að taka sénsinn á Ísafirði.
En hvað er MEÐ þennan viðbjóð þarna á vellinum? Þarna er þessi vægast sagt grísugi maður og steikir sveitta harmborgara ofan í kasket-klædda menn fyrir kl 10 á morgnana.. milli þess sem hann afgreiðir mæjónessyndandi rækjur á hvítu brauði og súkkulaðihúðaðar kleinur með sméri til grandalausra offitusjúklinga á leiðinni heim í Essósjoppur hinna og þessara krummaskuða..
Ekki er möguleiki að fá drykkjarhæft kaffi né nokkuð sem á nokkurn hátt gæti talist hollt. Og svona er þetta búið að vera síðan ég man eftir mér.. meira að segja með sama fituga gaurinn bak við borðið. Væri nú ekki sniðugt að fá einhverja smarta aðila, s.s. Kaffitár til að koma með stað þarna á völlinn?
Allavega þá var flugferðin tiltölulega tíðindalaus, þrátt fyrir verulegan hristing í djúpinu. Þar eð ég er algjörlega laus við flughræðslu af nokkru tagi (fyrir utan eitt skipti með fyndna barnið í röri íslandsflugs í brjáluðu veðri á leiðinni til Akureyrar) þá fannst mér þetta hin besta skemmtun (gaman að vera svona shaken.. not stirred) og dáðist að stórfenglegu útsýninu.
En svo dró til tíðinda í lendingunni, þegar við vorum rétt að snerta jörðina ákvað flugstjórinn að þetta væri nú ekki nógu sniðugur sviptivindur þarna á vellinum og ákvað að gera aðra tilraun. Sú gekk nú betur og lentum við í það skiptið heil á höldnu.
Damn! Æfing í Nes eftir tíu.. verð að halda áfram síðar.. :)
<< Home