Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, mars 17, 2004

Dómur dauðans..

"Hildigunnur Rúnarsdóttir hefur hingað til verið kunnust af frekar látlausum sönglögum og kórverkum, og kom því undirrituðum satt að segja í opna skjöldu með nýjasta verki sínu Kemur kvöld fyrir 10 manna grunnsveit Caputs (tréblásarakvintett og strengjakvartett + kontrabassa) og sópran, við að vísu mjög músíkalskan ljóðatexta Guðmundar Böðvarssonar. því þótt enn kæmi söngpartur við sögu - snilldarvel útfærður af systur tónskáldsins Hallveigu Rúnarsdóttur er fékk að njóta sín til fulls á óviðjafnanlega tæra hásviðinu - var hljóðfærarithátturinn óvenjumikið útfærður. Aðalandstæðupólar verksins birtust í líðandi púlslausum söknuði á móti sagnadansandi jörfagleði. þar mátti heyra í senn fjölbreyttan, hæfilega nútímalegan en samt frumlegan stíl í sérkennilega heillandi epísk-lýrískri blöndu, er hélt athygli manns allt til enda án þess að beita gatslitnum nýhyggjukenjum, hvað þá að varpa klassískri raddfærslu fyrir róða.

það er ákveðin vísbending um endingarvænleika nýs tónverks þá sjaldan setur að hlustandanum kitlandi löngun til að geta hlustað betur á það í ró og næði af hljómdiski, frekar en að láta það hverfa áhyggjulaust í glatkistu gleymskunnar. því miður gerist það sjaldnar en tárum tekur í þrotlausum sæg einnota nútímaafurða. En í þetta sinn var tilfinningin ósvikin, og ekki spillti fyrir natinn flutningur Caputverja undir stjórn Daníels Bjarnasonar.

Ríkharður Örn Pálsson"

jeeahhh ;)

þá eru það bara upptökur.. ha... ha.. er þakki? Áfram ég, Hildigunnur, Danni og Caput!

Og læt ég nú þessari virtúal sjálfsklappingu lokið.

jahh eða næstum, vert að minnast á að ég verð í Reykjanesbæ með Árna Heimi þann 1. apríl. Og vil benda á að það eru engir þröskuldar á Reykjanesbrautinni...