því lengi lengi lifi hann sem listir allar kann!
Gærdagurinn og kvöldið voru gífurlega skemmtileg, söng auðvitað nýja verkið hennar Hildigunnar á 15.15, verkið er svakalega fallegt, og flutningurinn gekk nú bara nokkuð vel.. þrátt fyrir smá ræmi í byrjun og stórfurðulegt flettingaslys í lokin (var allt í einu komin inn í miðjan schnittke madrígala.. hefði nú ekki komið neitt sérlega vel út að fara að blanda því þarna við..).
Þegar ég gekk út úr salnum eftir klappið beið ólibróðir hoppandi af æsingi að hendast af stað, þurftum að vera komin niður í Laugarneskirkju á tíu.. gekk nú upp á endanum eftir mikið japl, jaml og fuður að komast inn í "almenning" í Borgarleikhúsinu þar sem ég hafði skilið draslið mitt eftir.. þrátt fyrir að vera búin að syngja þarna sosum eins og eina óperu, taka þátt í ballettsýningu með íslenska dansflokknum (!), syngja fyrir einkurar kellingar á ráðstefnu dauðans og hafa verið í starfskynningu í húsinu þegar ég var í níunda bekk hefur þeim einhvurnveginn aldrei dottið í hug að gefa mér allsherjarlykil að pleisinu.. mættu nú alveg fara að bæta úr því! hrummppfff
Brúðkaupið Ingu og Kidda var bara æðislegt. Athöfnin þvílíkt falleg og veislan hriikalega skemmtileg. ég og ólibróðir slógum í gegn með því að syngja (reyndar án þess að kunna neitt í því, þeas ég) Brindísí dúettinn úr La Travíata (sungið hann bryndís nokkuð? harhar) en allir voru orðnir vel freyðivínslegnir þannig að textaklúður og þvíumlíkt gerði sem betur fer ekkert til :) hehe
Beint úr brullaupi í humar og hnetukjúkling á sexunni. Mjög mikilvægt. Og svo skrall á eftir..
Og í dag sveik ég lit og fór í hitt leikhúsið með súppa sæta og fyndna barninu að sjá Dýrin. JESÚS hvað sýningin er skemmtileg! Við súppi lágum í krampa yfir öllum leyndu sexjúal innjúendunum og vísununum í gamla lögguþætti í sjómmarpinu á meðan Ragnheiður tók virkan þátt í fjörinu.. ehh jafnvel of virkan á stundum, í salnum glumdi við gleðihlátur þegar þessi sena átti sér stað:
Fyndna barnið á Dýrunum í Hálsaskógi:
Mikki refur (að taka reykt svínslæri á bænum) : það stóð ekkert í lögunum að það væri bannað, er það nokkuð?
Börn í salnum: Neeei
Ragnheiður Dóra: Jú það er bannað! Ég er nú bara svo aldeilis hissa á þér Mikki!
<< Home