Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, mars 11, 2004

veivei og jóhó.. áfram kaffi og súkkó!

eins og dagurinn í gær var frekar súr hefur þessi verið ljúfur sem lamb... stundum gerist eitthvað smávegis sem algjörlega bjargar deginum fyrir mann..

í dag keyrði ég liðið mitt í dagvistunina, jón í símahúsið og fyndna barnið á jörva, tók svo svaðalegan ræktartíma sem lét mér líða alveg gífurlega vel. Þetta endorfín er nú alveg að virka skal ég segja ykkur!

Ákvað svo að koma við hér og fá mér kaffi. Við Ragnheiður förum stundum þarna á morgnanna og fáum okkur morgunmat og stundum fer ég líka þarna til að næla mér í stórfenglegan kaffibolla eins og núna áðan og við þau tækifæri fjárfesti ég líka í litlum 70% súkkulaðistykkjum sem eru sosum eins og tveir munnbitar. Ekki er nóg með að þessi eðalfæða sé meinholl, hamingjuhvetjandi og einstaklega bragðgóð, heldur hefur hún líka þann eiginleika að drepa matarlyst. Þannig að með kaffi er sjúkkó með betri samherjum manns þegar maður vill missa einhver grömm, koffín er líka matarlystarmorðingi sko.

ALLAVEGA þá var ég búin að kippa einu stykki úr krukkunni þegar indæla kaffikonan benti mér á að það væri verið að gefa eins súkkulaði í smakk og hvort ég vildi ekki bara fá mér af því. Ég þáði það með þökkum og fékk mér bita. Þá spurði hún hvort mér fyndist þetta gott? Ég hélt nú það og sagði henni að ég væri orðin háð 70% súkkulaði. Haldiði þá ekki að hún hafi snúið sér við og náð í heljarstykki af þessu guðafæði og rétt mér! með þeim orðum að það væri nú stefna þeirra að gera vel við svona fastakúnna eins og mig! ÞETTA kalla ég góða viðskiptahætti.. enda sagðist ég myndu koma mun oftar eftir þetta og mæla með að fleiri fylgi því fordæmi sem ég geri hér og nú.. ÁFRAM café konditori Copenhagen!