Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

föstudagur, apríl 02, 2004

Duushúsin rokka..

Jæja, tónleikar tvö í FÍT röðinni búnir.. sungum í gær í Duus, við GÍFURLEGAN fögnuð hundruða ánægðra tónleikagesta.. ehrmm eða þannig. Jújú allir reyndar í skýjunum.. þessir 18 sem mættu!:) tíhí
Ábyggilega margt sem spilaði inní, ógeeeðslega leiðinlegt veður sem hefur örugglega orðið til þess að þeir sem ég var að búast við úr bænum komu ekki.. skil þá vel, ekki hefði ég nennt að keyra til Keflavíkur í gær til að hlusta á mig. Það var varla að ég nennti að fara þangað til að syngja.
Og svo var það með Kebblvíkingana, þeir mæta víst misvel hvort eð er en svo var Kebblavík að keppa í einhverri svitaíþróttinni í gær, körfubolta eða þvíumlíku og var víst sýnt í sjómmarpinu. Og þar fór það.

en tónleikarnir gengu vel og þeir sem mættu voru yfir sig ánægðir. Og er þá ekki tilganginum náð? Manni er jú nokk sama meðan maður er ekki að fríka út yfir að vera að fá inn fyrir einhverri salarleigu og svoleiðis.

Duus hús rokka feitt, salurinn er dásamlegur og mjög huggó. Fyrir utan eru svo skipamódel í tonnavís.. voða sniðugt, ábyggilega verið haldið námskeið í módelsmíði þarna í kebblavíkinni.

waysany, gaman að þessu :)