Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

þriðjudagur, mars 23, 2004

jæja.. on with the light and layergood...

part two í ferðasögunni miklu.. allavegana þá tóku höbbdingjarnir Sigga og Jónas á móti okkur, sýndu okkur schnilldarsalinn Hamra (í nýuppgerðum hluta húsmæðraskólans sem hýsir hina merku menntastofnun Tónlistarskólann á Ísafirði).

Salurinn var bara perfekt.. mátulega stór og hljómaði svo vel að ég gat séð að ég þyrfti ekki að vera hrædd við að fara niður í hið mesta hvísl án áhyggna. Sem er gott. Salurinn er líka yndislega fagur á sinn dásamlega retró hátt.. með bláum og bleikum blettaljósum.. fékk einmitt mikið hrós fyrir að klæða mig í stíl við lýsinguna! ekkert nema snilld. Jæja.. eftir að við vorum búin að prufukeyra salinn í smástund, fór Jónas með okkur niðrí úbart. Á leiðinni sáum við.. jahh sona the sights, sundlaugina, barnaskólann og auðvitað hið fræga sunnutorg. Við það stendur Gamla Bakaríið þar sem ég hafði áreiðanlegar heimildir um að fengjust bestu Berlínarbollur landsins. Aðeins neðar í götunni stóð svo laangi maangi, veitingastaður þeirra ísfirðinga (nafnið er reyndar bara með einu a-i í hvoru nafni, en verður að skrifast svona.. það segja þetta nebblega allir svona).

Eftir zúrasta útvarpsviðtal sögunnar (konan vissi svo GREINILEGA ekkert hvað málið snérist um) var haldið í Bakaríið þar sem átti heldur betur að fá sér bollu.. ekki fékkst hún nú né heldur arminnilegt kaffi (og eftir flugvallarfíaskóið voru það mikil vonbrigði skal ég segja ykkur) en ágætt brauð ossona. Skildust nú leiðir okkar Árna og ég snéri til baka til að reyna að finna apótek til sokkabuxnakaupa. Þegar ég labba svo fram hjá laanga maanga heyri ég nafnið mitt kallað. Þar er komin Hjördís, gömul kórdama og fyrrverandi hans ólafrænda (ekki ólabróður í þetta sinn) og var hún hin hissasta að sjá mig. Sem er skrýtið því hvarvetna sem litið var í hinum fróma bæ mátti sjá smettin á okkur Árna glottandi eins og fífl á auglýsingaplagutum. Lét ég nú tilleiðast að setjast inn á maangann og fékk.. hvað haldiði! bara hið ÁGÆTASTA lavazza cappucino.. þá var mín nú kát skal ég segja ykkur.

Sat þar góða stund með henni og Daða, núverandi spúsa og einnig gömlum MH-ing og áttum við ágætt spjall. Hjördís er semsagt starfandi um stundarsakir sem læknir við héraðssjúkrahúsið. ehhá og einmitt.

Eftir buxnakaupin var farið til baka á gistihúsið sem við fengum að liggja á og er í eigu málglöðustu konu Vestfjarða. Við Árni vissum það nú ekki fyrr en morguninn eftir þegar konan samkjaftaði ekki meðan við borðuðum morgunmatinn.. and then some.. voru nebblega búin að gera upp eitt elsta hús landsins og við fengum sumsagt vægast sagt nánar lýsingar á því ferli öllu.. enda andvörpuðum við bæði þegar við komum út... og sögðum ekkert í klukkutíma eða svo.. bara til að njóta þagnarinnar..

á gistiheimilinu svaf ég svo í 3 tíma.. þarf að fara oftar út á land að halda tónleika.. fátt meira afslappandi en það. Maður getur nefnilega ekkert annað gert, sem gerist jú aldrei þó maður sé heima.. maður þarf að þrífa ískápa og hanga á netinu og ganga frá kvittunum og fara í búðina og... þið vitið hvað ég meina.
Við Árni fórum svo um sex í mat til Jónasar og Siggu, svaka góðan austurlenskan kjúkling sem ég gat samt ekki borðað nema í mýflugumynd.. ekki gott að troða sig út fyrir tónleika.

Svo fórum við heim á gistiheimili og upphófust reimingarnar miklu.. eiginlega ótrúlegt afrek að takast að klæða sig sjálfur í nýja kjólinn.. zæll.. þvílíkar hneppslur og reimar á mjóbakinu.. en það hafðist með hinum undarlegustu tilfæringum! :)

Tónleikarnir gengu svo eins og áður sagði eins og í sögu þrátt fyrir verri mætingu en Jónas og Sigga höfðu búist við (einhver kóræfing í kammerkór staðarins og einhverjir menningarvitarnir á fundi í Reykjavík) , og á eftir var okkur.. og öllum tónleikagestum (fyrst þeir voru nú ekki nema 30) boðið upp í ost og rauðvín. Og svo meira.. og meira... og meira...

Kom rallháf í herbergið mitt og sá skilaboð frá Hildigunni um að Borgó hefði hent MR út sem var nú ekki til að gera kvöldið leiðinlegra.. ó seisei nei... og talaði svo örstutt við ofurmanninn.. og fór svo að sofa.

Eftir fyrirlesturinn.. nei afsakið morgunmatinn flugum við Árni heim(ir). Og síðan ekki söguna meir.

Jahh nema.. keypti miða á Pixies í dag.. æm só heppí...