Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

mánudagur, maí 24, 2004

Og áfram með borgir sem rúl(l)a..næst: KAUPMANNAHÖFN!

Æ börnin góð, mikið afskaplega er kubbmannhubb gazalega hressandi borg! Var reyndar einum OF hressandi veðurlega séð í þessari stuttu og mjög svo ástríðu-aukandi helgarreisu okkar Jóns. Má eiginlega segja að borgin hafi ákveðið að frjósa af okkur rassana. brrrrrrrrrr

Kom ekki að sök þó, borgin er svo stórkostleg að maður er ekki að láta smá heimskautavind fara í taugarnar á sér. Atmóið, (bið ykkur málfarsfasistana afsökunar á þessu vægast sagt slæma innslagi og fleirum) hygge-sig fólkið, Carlsberg-turnarnir, pölsevognerne (sem við klikkuðum reyndar á að prófa) smörrebröðið, Hviids vinsstue, Dansk Design Center með kúluðustu myndlistarsýningu sem um getur, æðislegir veitingastaðir eins og Peter Oxe á Gråbrödretorv (tradisjónall danskur matur í bland við fjúsjon), Sahil á Havnegade 33 (pakistanskt eins og það gerist best, stórkostlegar búðir eins og Söstrene Grene, Illums bolingshus (Kokka í 5 veldi) og svo auðvitað Bodum hús þar sem við Jón vorum næstum búin að fjárfesta í forláta safapressu.. það eina sem stoppaði okkur var að við nenntum ekki að dröslast með hana um allt..

og svo auðvitað toppurinn á ísjakanum... TÍVÓLÍTÍVÓLÍTÍVÓLÍ!!

Annað var ekki eins stórkostlegt.. það getur jú ekkert verið fullkomið. T.d. bakken sem kemst auðvitað ekki í hálfkvisti við TÍVÓLÍTÍVÓLÍTÍVÓLÍ!!; Museum Erotica sem sannar það eina ferðina enn að safn er og verður safn, sama hvað er í því eins og Jón benti á; og litla hafmeyjan.. kommon! what´s all the fuss about! fyrir utan hvað maður þarf að labba langt í frostbitinu til að sjá þetta! jeminn barasta..

Auðvitað margt sem okkur hefði langað að sjá en tíminn leyfði ekki, skiptir ekki málið því til Köben verður sko farið aftur. Og aftur. Þar á meðal eru Carlsberg verksmiðjurnar, Cristiania ofl.

Allavega.. snilld snilld og aftur snilld.. þá er bara að byrja að hlakka til Garda-vatnsins ;)