Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

föstudagur, júní 25, 2004

bellaitalia numero uno: la cucina

númer eitt í númer eitt.. ætla ekki að láta hvítt brauð inn fyrir mínar varir næstu mánuði. Pasta og pizzur eru heldur ekki á dagskrá í bráð..
Matur er svo fáránlega góður á Ítalíu að við Jón áttum mun auðveldara að ferðast um langa ganga flugvallanna á leiðinni til baka heldur en á leiðinni út, bara leggjast á hliðina, láta einhvern græskulausan sveittan þjóðverja ýta við sér og svo var bara rúllað af stað..
Á endanum var parmaskinkan og parmiggianóið farið að vella út um öll vit í góðri fylgd ómældra lítra af birra moretti og bardolino..

besta af ÖLLU var þó gelatoinn.. er ekkert flóknara en það að á Ítalíu er búinn til besti ís í heimi.. nokkur brögð báru af öðrum, kókos, melónu og síðast en ekki síst mangó voru algjörlega ógleymanleg..

já það er víst alveg öruggt að á næstu vikum verður púlluð ein ugla og bara borðaðar gulrætur og salatblöð.. já, það er, eftir brúðkaupið á morgun og fyndnabarnsafmælið á sunnudaginn :)