Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

okok vegna fjölda áskoranna..

hér kemur mont dagsins.

Byrja í miðri grein, eftir að Jón Hlöðver er búinn að ausa úr skálum pirrings síns vegna slæmra aðstæðna tónlistarmanna á Akureyri.. svo fer hann að fjalla um tónleikana:
"Þrátt fyrir þetta umstang og það að flygillinn væri ekki betri voru þessir tónleikar með miklum ágætum hvað það mikilvægasta áhrærir, þ.e. tónlistana sjálfa og flutning hennar. Hallveig hefur skæra og tindrandi sópranrödd, sem skilaði einstökum hughrifum, sérstaklega í mýkri og veikari stöðum, hætti samt stundum til að verða fullhörð í hærri legu. Túlkun og meðferð texta var einstaklega góð og samleikur beggja eins og best verður á kosið. Efnisskráin sameinaði margt af því besta sem samið hefur verið af söngvum á Íslandi og erlendis. Sum laganna mjög vel þekkt, eins og Í dag skein sól, Hvert örstutt spor, Síðasti dansinn, An die Laute, Du bist die Ruh og Gretchen am Spinnrad. Áhrifamikil í grípandi flutningi voru lögin eftir Edvard Grieg við ljóðaflokkinn Haugtussa eða Huldan eftir Arne Garborg, sem heyrast of sjaldan, sérstök unun var að hlusta á kiðlingaljóðið númer 6.

Sönglögin hans Hjálmars Helga, Ástarljóð mitt og Við fljótið, eru sögð á tónmáli þar sem efni ljóðs og notkun píanós og söngraddar ná að grípa mann traustataki og halda. Annað lagið var samið sem gjöf til Ásu, eiginkonu Hjálmars og hitt til Sigríðar, móður hans. Slík náin persónuleg tjáning í samstæðu söngva er fágæt og einlæg tilfinning og natni þeirra Árna Heimis og Hallveigar í túlkun þræddu þessar lagaperlur á festi heitra kennda.

Það er mjög trúlegt að Grieg hafi fundist lögin sín við ljóð Garborg best sinna sönglaga og engum dylst heldur að Schubert hafi haft sín áhrif, allavega á hinn lýsandi og flæðandi píanóleik í Læk Griegs sammerkt við líkingu á stöðugu hringsóli hjólsins í Litlu Grétu við rokkinn; þessi stöðuga hreyfing tímans, þar sem treginn á svo oft erfitt með að fylgja og vill jafnvel helst hverfa í. Efnisskrá tónleikanna lauk svo með Jennýjar sögu úr söngleiknum Lady in the Dark við texta Ira Gershwin og þar náði túlkun þeirra Hallveigar upp í rjáfur og rúmlega það.

Gígja Sigfúsar Einars og Benedikts Gröndal kom svo sem myndarlegt endurgjald við fagnandi lófataki.

Jón Hlöðver Áskelsson "

gaman gaman :D