kreisíness in ðe bónus
Alveg er ég búin að fá nóg af þessu verðstríði.
Það var búið að segja manni að þetta væri búið en nei.. hætti mér inn í Bónus í gær og þar var sama brjálæðið í gangi og um daginn, fólk að þusast og rassakastast um alla búð, óandi og æjandi, "Sigurður!! Komdu með körfuna!! álpappírinn er á fimmkall!!" og menn með geðveikisglampann í augunum með 135 stykki af skyr.is (sem rennur n.b. út eftir tvær vikur) í körfunni oná 18 risapáskaeggjum frá Nóa og 75 kg af vínberjum. Bæði bláum og grænum, kostuðu bæði 13 krónur.
Aðrir röflandi á kössunum af því að þeir megi bara kaupa 2 stykki af 2lítra kóki (eins og þeir þurfi á einhverju meiru að halda) eða yfir því að mjólkin hafi hækkað úr 22 krónum í 25 á meðan á ferðinni stóð frá kæli að kassa, heimtandi að fá endurgreitt eða allavega inneignarnótu fyrir þessum 9 krónum sem á milli standa. "Það verður að STANDAST verðið á hillunni!"
Hvað kemur eiginlega næst?
-Ef þú kaupir 3 kippur af spurkóla og 5 lambalæri fylgir Jói í grænmetinu með! Hentugur til verðmerkinga!
Þarna stóð ég hálfaumingjaleg með körfuna mína með hakki, 3 banönum og pakka af dömubindum og þurfti að bíða í 20 mínútur eftir að komast að kassanum því á undan mér var lööng lína af yfirflóandi troðfullum körfum af drasli sem á hvorteðer eftir að skemmast hjá þessum bandbrjáluðu kaupóðu íslendingum.
Ég er alveg til í að borga sirka 100 kall fyrir kílóið af vínberjunum í stað 13 króna og 50 kall fyrir mjólkurlítrann í stað 22 króna svo lengi sem mér er hlíft við þessum látum. Vil bara lægra verð til frambúðar en ekki þessa vitleysu.
<< Home