Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, mars 13, 2005

Sannar sögur úr firðinum

Í Tónó Hafnarfirði er gaman að vinna og gíbburlega skemmtilegt fólk sem kennir við þann fróma skóla. Fljúga þar margar sniðugar sögur yfir kaffilíkinu og matarkexinu.
Hér er ein góð:
Ein lítil títla kom til mömmu sinnar um daginn og spurði: mamma, er ég búin til í glasi, ættleidd eða rídd?

Mér finnst þetta snilld, og það fannst einnig doktori nokkrum hér við bæ sem kenndur er við Tótu og hef ég fyrir satt að hún hafi samið limru um þetta atvik, og auglýsi ég hérmeð eftir henni..limrunni þar að segja, ekki Tótu þó hún sé auðvitað velkomin hingað :D

jamm.

p.s. Hendi inn aftur afdönkuðum letingjabloggurum sem eru búnir að bæta ráð sitt, það eru fornvinkonur mínar úr forgarðinum (Helvítis þeas) og samgaularar í kristi, Kristín Berglind og Bryndís.