Gott að vera zombie..
Það er nú MEIRA hvað ég get verið þreytt.
Ég er bara ennþá að jafna mig, kannski af því að ég fékk ekkert að taka gærmorguninn í afslappelsi eins og planlagt var heldur var bombarderuð af masterklassatilboðum, jarðarfarasöngstilboðum sem leiddu til ótalmargra símhringinga til að losa mig úr þeirri sem ég var áður búin að lofa mér í á sama tíma,(fleiri péningar fyrir sóló sko..) myndatökum (sem orsökuðu stofutiltektir dauðans sem voru sko EKKI inni í afslappelsisplönunum.. og voru svo til einskis því ekkert sást af ajaxhreinu stofunni nema smápartur af nýþvegnum stofuglugga) blaðaviðtölum, (btw finnst ykkur ekki falleg myndin hans pabba sem er með mér í Fréttablaðrinu í dag?) systraheimsóknum sem leiddu til Smáralindarráps, (var dugleg, keypti bara eina skyrtu)og svo eftir herlegheitin vinnan (krakkarnir voru meira að segja óvenju dugleg og góð.. hafa séð á mér ástandið :D ) og þar á eftir tónleikar hjá elsku Erlu Dóru minni sem stóð sig eins og hetja og söng svo fallega að ég var með gæsahúð og tár í augunum.
Kannski bara ALLT í lagi að ég slappi aðeins af núna.
Ætla bara ekkert að vera með samviskubit að svíkja Hildigunni með ræktardeitið okkar.
p.s. þessi færsla var í boði bracets.com.. við færum ykkur svigana!
<< Home