góða skapið endurheimt
var svolítið svekkt um daginn þegar kom dómur í Mogganum um tónleikana okkar í Hafnarfirðinum án þess að á mig væri minnst og var eins og ég hefði ekki verið þar.. en í dag kom í ljós að strax á mánudaginn birtist leiðrétting í blaðinu og er það hið allra bezta mál, sérstaklega þegar hún er svohljóðandi:
Í umsögn Bergþóru Jónsdóttur um Mozart-tónleika í Hafnarfirði um síðustu helgi og birtist í blaðinu á laugardag féll niður málsgrein. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Missa solemnis er ekki stórt verk af hendi Mozarts, og Helgi gerði það sem áður var tíðkað, að fleyga það annars vegar með kirkjusónötu og hins vegar með einum fallegasta söng Mozarts, Ave verum corpus. Fjórir einsöngvarar sungu með kórnum í messunni, Hallveig Rúnarsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Ólafur Rúnarsson og Benedikt Ingólfsson. Eina einsöngshlutverkið sem eitthvað kveður að af Mozarts hálfu er sópraninn, og Hallveig fullkomnaði það með sinni tæru, björtu rödd, og fallegum, innlifuðum söng...
alveg það sem ég þurfti eftir zúrar hafnanir síðustu daga.. hrumpff..
p.s. í dag er alþjóðlegi hrummppfff dagurinn hér á Vælapúnkturis..
<< Home